• Original gravity: 14 – 16 °PL
 • Alkóhól: 6 – 7%
 • Litblær: 10 – 15 EBC (ljós)
 • Biturleiki: 18 – 22 IBU
 • Magn: 25 lítra lögun

Lýsing

Vegna maltana Château Munich Light® og Château Abbey®, verður þessi skemmtilegi bjór með litasamsetningu sem einkennir einna helst vín og einstakan ferskleika bjórs.

Hráefni

Malt / Bætiefni

 • Château Pilsen 2RS – 3,75 kg
 • Château Munich Light® – 1,875 kg
 • Château Abbey® eða Château Cara Ruby® – 0,625 kg
 • Irish moss – 15 gr

Humlar

 • Saaz – 18,75 gr
 • Hallertau Mittelfruh – 5 gr

Ger

 • SPL lager yeast (eða M10 Workhorse, Safbrew S – 33).

Uppskriftin

Skref 1;

Setja allt korn út í pott eða bruggtæki þegar viðeigandi hitastigi hefur verið náð.

 • Meskja í 60 mínútur við 65°C
 • Meskja í 15 mín við 72°C
 • Meskja í 2 mínútur við 78°C

Skref 2: Sjóða í 1 klst og 30 mín; magn vortsins mun minnka um 8 – 10%
– Eftir 15 mínútna suðu, bættu helminginum af humlunum, eftir 85 mínútur, bættu við restini af humlunum og sykri ef þú kýst svo.

*Krydd valmöguleikar; Kóríander – 0,25 gr eða lakkrís  – 0,125 gr.
**Sykur valmöguleiki: hvítur sykur – 125 gr
Skref 3: Gerjun
Kældu niður í 20°C (gott er að nota kalt vatn og fylla upp í 25 lítra markið ef upp á vantar) og bættu gerinu út í, gerjun ætti að vera í 5 – 7 daga, eða þangað til vatnslásinn er svo til hættur að búbbla (líður ca mínúta á milli loftbóla), í endan á gerjuninni, þá má hækka hitastigið í 22°C í 24 klst til að leyfa diacetyl að setjast.

Skref 4; Átöppun og lagering

Þegar sett er á flöskur, þá má bæta við smá dextrósa í hverja flösku, eða um 7 gr per 1 líter.

Lagera í 2 vikur við 4°C