• Original gravity: 15 – 16 °PL
 • Alkóhól: 6 – 7 %
 • Litblær: 8 – 12 EBC
 • Biturleiki: 26 – 29 IBU
 • Magn: 25 lítra lögun

Þéttur og bragðmikill bjór. Langt eftirbragð og sem regla, þá er þessi með lágri kolsýru. Ólíkt flestum bjórum, þá er Belgian Blond bjórinn, borinn fram við 6 – 12°C.

Versla

Hráefni

Malt / bætiefni

 • Château Pilsen 2RS – 7,5 kg
 • Irish moss – 15 gr

Humlar

 • Saaz – 25 gr
 • Hallertauer Mittelfruh – 12,5 gr

Ger

 • Mangrove Jack´s M27

Uppskriftin

Skref 1: Mesking

 • Byrja með 18,75 ltr af vatni (45°C)
 • Meskja við 63°C í 55 mín
 • Meskja við 70°C í 20 mín
 • Meskja við 78°C í 2 mín

Skref 2: Suða

Suðutími er 1 klst og 30 mín
Búast má við að það verði 8 – 10% uppgufun

 • Eftir 15 mín af suðu, bæta Saaz humlunum út í.
 • Eftir 85 mín eftir af suðuni, bæta við Hallertauer Hersbrucker humlunum (irish moss er með í þessum humlum).

Skref 3: Gerjun og átöppun

Byrja gerjun við 20°C, gerjun ætti að vera í um 5 – 7 daga, hægt að sjá þegar vatnslásinn er hættur að bubbla eða um 1 – 2 mín á milli loftbóla. Einnig mjög góð leið er að nota sykurflotvog og taka sýnishorn (passa upp á hreynlæti ef það er gert) og ef sykurflotvogin sýnir 1.010, eða þar um bil, má vera lægra eða örlítið hærra, þá má áætla að bjórinn sé nokkurn veginn tilbúinn. Áður en sett er á flöskur, þá að hækka hitastigið upp í 22°C við enda gerjunar í 24 klst. Þegar sett er á flöskur, þá má bæta við smá dextrósa í hverja flösku, eða um 7 gr per 1 líter.

Skref 4: Lagering

Geyma bjórinn í 3 vikur við 4°C