• Original gravity: 15 °PL
 • Alkóhól: 6.5 %
 • Litblær: 55- 65 EBC
 • Biturleiki: 25- 30 IBU
 • Magn: 25 lítra lögun

Lýsing

Þessi belgíski stout hefur mikinn ristaðann keim, í bland við súkkulaði og kaffi, sem spilar einstaklega vel við dökku ávextina sem belgíska gerið framkallar svo einstaklega vel. I stuttu máli; einstaklega gómsætur!

Versla

Hráefni

Malt / bætiefni

 • Château Pilsen 2RS – 6,6 kg
 • Château Cara Gold – 0,375 kg
 • Château Chocolat – 0,625
 • Château Black – 0,125 kg
 • Château Special B – 0,075 kg
 • Irish moss – 15 gr
 • Kalk – 2 tsk (ca 7 – 8 gr)

Humlar

 • Saaz – 130 gr

Ger

 • SPL lager yeast (eða M10 Workhorse, Safbrew S – 33).

Uppskriftin

Skref 1: Meskjun

 • Hitið 18 lítra af vatni í 62°C, Setjið kalkið út í og hrærið, bætið svo korninu út í. Meskja í 1 kslt og 30 mín.
 • Hækkið hitastigið upp í 72°C og meskjið í 10 mín.

 • Hækkið hitastigið upp í 78°C og meskjið í 2 mín.

Skref 2: Suða

 • Heildar suðutími er 70 mínútur
 • Bætið 105 gr af Saaz humlunum út í byrjun suðu (byrjið 70 mín tímann).
 • Þegar 10 mín eru eftir, bætið afganginum af humlunum út í (Irish moss er blandaður saman við þessa humla).

Skref 3: Gerjun

Kæla vortinn (ungbjórinn) niður í 24°C og setjið í gerjunarfötu. Bætið gerinu út í og gerjið í 6 – 7 daga við 25°C

Skref 4: Átöppun og lagering

Eftir gerjunina, er sett á flöskur, er þá sett 7 gr af sykri fyrir hvern 1 ltr af bjór (rúmlega tsk af sykri í hverja 1 ltr flösku). Geymið á dimmum stað við 12 – 15°C og smakkið eftir viku, annars er gott að leyfa bjórnum að gerjast í flöskum í um mánuð.