Við höfum nú ákveðið að leigja út bruggtæki til bjórgerðar og er ætlunin að byrja á Brewster tækinu og seinna meir, bæta við öðrum valmöguleikum.

Kostir þess að leigja tæki hjá Bjórkjallaranum eru meðal annars:

 • Engin kostnaðarsöm fjárfesting
 • Engin þörf á geymsluplássi

 • Enginn viðhaldskostnaður

 • Engin óáreiðanleg tæki sem sjaldan eru notuð
 • Fagmannlega hreinsuð. Minni líkur á sýkingum.
 • Sérhannað tæki, sérstaklega ætlað til vort (ungbjór) gerðar.

Við hvetjum viðskiptavini okkar til að kynna sér alla skilmála tengda leigu á tækjum og leiðbeiningar fyrir tækin.

Venjulegt

Kr2500á dag*
 • 1 tæki
 • Áhöld

Tilboð

Kr2000á dag*
 • 1 tæki
 • Áhöld
 • 10% afsláttur af hráefni**

*Tækið leigist út í a.m.k 2 daga í senn. Miðað er við að tækinu sé skilað fyrir kl 18:00, eða fyrir lokun Ensím Ehf (vínkjallarinn/bjórkjallarinn). Eingöngu er leigt út ef borgað er með kreditkorti (plús kort eru ekki tekin gild).
**Ef valið er tilboð, þá er skilyrði að hráefni sé keypt með tækinu hjá Ensím Ehf (vínkjallarinn/bjórkjallarinn)

Skilatrygging

Allir viðskiptavinir þurfa að leggja fram skilatryggingu. Sú trygging þarf að vera gerð með kreditkorti (ekki er tekið við svo kölluðum plús kortum).

Þrifagjald
Til að komast hjá þrifagjaldi er mælt með því að tækin komi jafnhrein til baka og þau voru við útleigu. Þrifagjald er 3000 kr.-, gjaldið leggst á við útleigu en er fellt niður að fullu ef tæki kemur jafnhreint til baka.

Skil á tækjum og skilagjald
Tækið leigist í 2 (tvo) daga, miðað er við að, leigutaki hafi tækið í heilan dag og skili tækinu næsta dag eftir það fyrir lokun Ensím Ehf. Skila verður tækinu til Ensím Ehf, Suðurhrauni 2, 210 Garðabæ.

Afgreiðsla tækja

Skilríki
Starfsmenn Ensím Ehf geta farið fram á framvísun skilríkja þegar tæki er tekið á leigu. Það er ekki nóg að framvísa debet- eða kreditkorti, það gæti líka þurft að sýna skilríki s.s. ökuskírteini, vegabréf o.s.frv.

Samningur
Á samningnum koma fram allir skilmálar við leiguna. Rík áhersla er lögð á að viðskiptavinur passi vel upp á tækið fyrir okkur á meðan þau eru í hans vörslu. Sé vilji til að framlengja samninginum, þá má senda póst á verslun@bjorkjallarinn.is.

Fyrirspurnir
Gott er að fá fyrirspurnir og ábendingar sendar í tölvupósti á verslun@bjorkjallarinn.is en líka er hægt að hringja í síma 5644299.
Lágmarks leigutími er 2 dagar á tækjum og áhöldum.

[]
1 Step 1
Leigja bruggtæki
NafnFullt nafn
Sími
DagsetningFrá
DagsetningTil
AnnaðEitthvað annað sem þú vilt að komi fram?
0 /

Við hvetjum þig til að kynna þér alla skilmála og fara yfir leiðbeiningar fyrir tækin.

Hakaðu í til samþykkis
Previous
Next
powered by FormCraft